25. sep. 2005 |
|
Í dag varð Catherina Zeta-Jones 36 ára, Will Smith varð 37 ára, Heather Locklear varð 44ra ára og Erla Hlynsdóttir varð 27 ára. Af því tilefni fékk Erla Hlynsdóttir fjöldann allan af gjöfum. Þar bar einna helst VERKFÆRAKASSI sem hún fékk frá móður sinni. Erla hefur löngum kvartað yfir því að eiga engin verkfæri og fundist agalegt að þurfa alltaf að fá aðra til að aðstoða sig við að laga hluti eða að fara út í bæ til að fá lánuð verkfæri. Þeir dagar eru nú liðnir. Móðir Erlu lét fylgja með að henni þætti þetta nú ekki beint hefðbundin gjöf handa 27 ára dömu en dömunni er nú slétt sama. Henni vantaði verkfæri og hún nennir ekki að vera upp á aðra komin. Hún tók sig sérlega vel út þegar hún fór í gegn um verkfærakassann með nýju gelnöglunum, á la alda, sem hún fékk einnig í afmælisgjöf.
Svona er hin nýja nútímakona - gelneglur og verkfæri. |
posted by ErlaHlyns @ 21:42 |
|
4 Comments: |
-
HAHAHAHAHAH!! Flott á þvÃ. Er samt eitthvað pÃnu klámmyndarlegt! Gelneglur og verkfæri - vantar bara g-streng!
-
Heyrðu! Ég var lÃka à g-streng svo þetta var fullkomið. Reyndar var hann innan undir fötum. Telst það þá ekki með?
-
Nei auðvitað telst það ekki með! Hvenær sást þú klámmynds sÃðast þar sem allir voru à fötum???
-
Þið eruð svo villtar !!
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
HAHAHAHAHAH!! Flott á þvÃ. Er samt eitthvað pÃnu klámmyndarlegt! Gelneglur og verkfæri - vantar bara g-streng!