Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. jún. 2006
Ömurleg bloggfærsla
Ég var á fyrirlestri þar sem 2 konur, meðal annarra, fræddu fjöldann. Þær skiptu með sér umfjöllunarefninu. Í byrjun síns fyrirlesturs sagði sú fyrri: ,,Ég ætla að segja ykkur frá leiðinlega hlutanum. Síðan kemur hin á eftir og segir frá því skemmtilega".
Í ljós kom að það sem hún var að segja var alls ekkert leiðinlegt og skildi ég ekkert í því hvernig konunni datt í hug að segja þetta. Reyndar átti ég erfitt með að einbeita mér því konan var í skyrtu sem hafði hneppst frá yfir brjóstunum og hugsaði ég varla um annað en viðbrögð aumingja konunnar þegar hún myndi frétta að hún hefði haldið heilan fyrirlestur með hálfber brjóst.

Seinni konan, þessi sem átti að vera með skemmtilega fyrirlesturinn, byrjaði á að segja okkur frá óréttlæti og mismunun sem hún hafði orðið var við á tilteknu sviði. Hún orðaði þetta þó ekki þannig. Hún sagðist vera rosalega pirruð á þessu því hún væri svo geðvond. Ég skildi heldur ekkert í þessu orðalagi því mér finnst mjög eðlilegt að vera ósáttur við óréttlæti. Því varð ég líka mjög pirruð, væntanlega því ég er líka mjög geðvond.

Ég velti fyrir mér hvað þessar konur hefðu gott af eins og tíu mínútna námskeiði í grunnatriðum þess að halda fyrirlestur. Tíu mínútur væru alveg fullnægjandi því yfir heildina stóðu þær sig mjög vel. Á fyrstu fimm mínútunum yrði farið yfir að maður á ekki að segja fyrirlestur sinn leiðinlegan, að maður á ekki að tala illa um sjálfan sig og að maður á ekki að afsaka sig eða fyrirlesturinn á nokkurn hátt. Ég velti líka fyrir mér hvort ég hafi ekki einhvers staðar lesið að þessar tilhneigingar séu algengari hjá konum en körlum.
posted by ErlaHlyns @ 13:57  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER