27. sep. 2005 |
|
Neðangreind ályktun FÍ var í dag send til dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans í Reykjavík og fjölmiðla.
----------------------------------
Femínistafélag Íslands átelur þau vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að ríkissaksóknari ákvað að sækja ekki til saka þrjá karlmenn sem frömdu hópnauðgun á konu sumarið 2002. Konan kærði nauðgunina umsvifalaust og var framburður hennar trúverðugur samkvæmt upplýsingum lögreglu, sem flutti konuna á Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota. Þrátt fyrir að málsatvik lægju ljós fyrir var rannsókn lögreglunnar svo áfátt að saksóknari féll frá ákæru. Dómsmálaráðherra varð ekki við ósk lögmanns konunnar um að hnekkja þeirri ákvörðun. Málið er áfall fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota og sýnir að réttaröryggi þeirra er ekki tryggt. Þá vekur málið upp alvarlegar efasemdir um vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík og forgangsröðun mála, en fram kom að málinu var ýtt til hliðar vegna annarrar grófrar líkamsárásar. Femínistafélag Íslands beinir því til ríkislögreglustjóra að hlutast til um verklag við rannsóknir þannig að slík mál endurtaki sig ekki. Jafnframt beinir félagið þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hann grípi allra tiltækra aðgerða til að bæta megi vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík og verklag við meðferð sakamála af þessu tagi.
Virðingarfyllst, F.h. Femínistafélags Íslands |
posted by ErlaHlyns @ 23:39 |
|
1 Comments: |
-
Mikið er ég kát með ykkur núna! Var verulega hneyksluð á þessu máli öllu saman!
P.S. er búin að uppfæra linkasafnið mitt :)
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Mikið er ég kát með ykkur núna! Var verulega hneyksluð á þessu máli öllu saman!
P.S. er búin að uppfæra linkasafnið mitt :)