20. maí 2006 |
Af geðheilbrigði |
Ég var að fletta blaði í návist málkunningja míns þegar ég kom að stórri mynd af Silvíu Nótt. Kunninginn gretti sig og sagði: ,,Hún er eitthvað alvarlega brengluð þessi Ágústa Eva". Ég setti upp klúless svipinn og spurði: ,,Nú? Hvernig þekkist þið?", vitandi að hann þekkir hana ekki baun. ,,Það er nú bara alveg greinilegt af því hvernig hún lætur", sagði kunninginn.
Við áttum lítt gefandi samtal þar sem ég reyndi að útskýra fyrir honum að Ágústa Eva væri ekki Silvía Nótt heldur væri það persóna sem hún léki. Það virtust allir vera með þetta á hreinu þegar Silvía Nótt var kosin sjónvarpsstjarna Íslands. Þá minntist enginn á Ágústu Evu nema til að kommenta á leikhæfileika hennar. Það virtust fáir vera í vafa þegar mikill meirihluti kjósenda valdi Silvíu Nótt til að fara í Júróvision fyrir hönd okkar Íslendinga. Þátttaka í kosningunni var að sjálfsögðu öllum heimil og auðsótt svo lengi sem fólk komst í síma.
Nú, þegar Silvía Nótt hagar sér algjörlega í samræmi við karakter sinn erlendis fer fólk síðan að efast um heilbrigði leikkonunnar Ágústu.
Hverjir eru það sem eru geðveikir, spyr ég nú bara. |
posted by ErlaHlyns @ 00:05 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|