19. maí 2006 |
Júró trasj |
Ég læt það ekki stoppa mig þó Silvía Nótt hafi ekki komist áfram - ég verð í Júróvision fjöri á laugardag.
Ég hef fílað Silvíu allan tímann og mér fannst bara svalt að það var púað á hana þegar hún steig á svið. Í kvöld var hún þó andstutt og líklega féll Hitler kveðjan í grýttan jarðveg.
En hin lögin... Litháenska lagið var einhver mesti viðbjóður sem ég hef heyrt en það komst áfram. Þau frá Makedóníu, Tyrklandi og Írlandi voru ekki mikið betri. Sem betur fer komust þó áfram hin ofurflottu lög frá Bosníu Hersegóvínu og Úkraínu.
En Belgía? Je t´adore! Það var flott. En nei, ekki komst það áfram.
Og p.s. Hárgreiðslumeistarinn hennar Silvíu hefur greitt mér og farðað. Ég og Silvía erum semsé tengdar. |
posted by ErlaHlyns @ 00:12 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|