10. maí 2006 |
Sannleikurinn, þannig séð |
Í einu blaðinu rakst ég á auglýsingu þar sem fullyrt er: 10.000 manns geta ekki haft rangt fyrir sér. Það er bara ekki rétt.
Skoðanir verða ekkert réttar um leið og fjöldi þeirra sem aðhyllast þær nær ákveðnu marki. ,,Tja, það eru bara þrjúþúsundogfimmhundruð manns sem trúa þessu. Við verðum að fá allavega sexþúsundogníuhundruð til að vera sammála okkur til að skoðunin verði sannleikur."
Það þarf ekki að líta lengi yfir söguna til að sjá hversu oft fjöldinn hefur haft rangt fyrir sér. Þá eru við ekki að tala örfáar þúsundir.
Í sama blaði sá ég auglýstan bíl: Eyðir engu, þannig séð. Þessi viðbót ætti kannski heima í fleiri auglýsingum. |
posted by ErlaHlyns @ 11:23 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|