8. maí 2006 |
Vinnureglur, my ass! |
Ég bjóst ekki við að þetta yrði efni næstu færslu minnar... en helvítis, djöfulsins, ömurlega Þjóðarbókhlaða.
Ég fletti upp í Gegni og fann bók sem mig bráðvantar NÚNA. Hún var skráð "Í uppröðun" en ekki "Í útleigu" eða "Á safni". Því hringdi faðir minn og var honum tjáð að bókin væri inni. Ekki var hægt að taka bókina frá þó hann segði að ég væri rétt hjá. Ég átti bara að koma strax. Þetta væru sko vinnureglur! Erla Hlynsdóttir, helsti nágranni Bókhlöðunnar, dreif sig því af stað. Um 14 mínútum síðar var ég komin að rekkanum þar sem bókin átti að vera. Ég fór örugglega fimm sinnum í gegn um hillu 303.36 áður en ég bað um aðstoð. Nei, því miður.. Það var búið að leigja bókina.
Því spyr ég þig, kæri lesandi - átt þú bókina The time bind: When work becomes home and home becomes work eftir Arlie R. Hochschild. |
posted by ErlaHlyns @ 16:11 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|