Hugleiðingar konu v. 6.0
 
8. maí 2006
Frítt kaffi úr vél
Palli bauð mér út að borða um daginn í hádeginu. Við fórum á stað sem hann mælti með en ég hafði aldrei farið á áður. Staðurinn er ekki með vefsíðu þannig að ég get ekki gert tengil þangað en hann er best þekkur undir nafninu Mötuneyti Landspítalans við Hringbraut. Það var æði!

Við fengum okkur brokkólíböku með villihrísgrjónum, og svo var frítt kaffi! Ég er búin að dásama þetta síðan og það eina sem fólk virðst hafa að segja er: Það þarf ekki mikið til að gleðja ykkur.

Nú er ég búin að borða Landspítalamat í 6 ár og er auðvitað löngu komin með nóg af almenna matnum. Í þessu mötuneyti getur maður hinsvegar fengið sér grænmetisréttina og þeir eru nýjung í mínum munni.
posted by ErlaHlyns @ 10:32  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER