Hugleiðingar konu v. 6.0
 
28. apr. 2006
Brjóst og brandarar
Horfðir þú á myndina Everyting you always wanted to know about sex but were afraid to ask? Hún var sýnd á RÚV um daginn.

- We´re up againt a clever tit!
- Don´t worry. I know how to handle tits!


Sumir voru tortryggnari í garð risabrjóstsins sem strauk frá vísindamanninum:

- One thing bothers me - they usually travel in pairs.

Sumir brjóstabrandarar finnast mér mjög fyndnir. Aðrir ekki.

Ef ég hlæ að brjóstabröndurum nálægt fólki sem þekkir mig lítið eða ekkert fæ ég stundum að heyra: ,,Já en Erla - ég hélt að þú værir femínisti". Sumir halda greinilega enn að femínistar hafi engan húmor. Sumir fatta greinilega ekki að sumir brandarar eru ekki fyndnir.

Áðan horfði ég á Júróvisíon-þátt Norðurlandaráðs, eða hvað þetta nú var. Eiríkur Hauksson var þar að venju. Lagið frá Belgíu var að mínu mati ágætt en mér fannst óþarflega mikil brjóstasýning í gangi. Orð Eiríks:

- En tvö hvelfd brjóst...


Og þarna bjóst ég við að hann segði: ...eru of ódýr lausn.
Ég hafði rangt fyrir mér.

-... heimta tvö stig. (Þýðing þýðanda).

Nei, Eiríkur!
posted by ErlaHlyns @ 01:06  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER