Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. apr. 2006
Klám eða erótík?
Í dag kynnti ég niðurstöður viðtala minna við starfsfólk í erótískum verslunum og á myndbandaleigum sem leigja út á klámmyndir.

Ég sagði einn brandara sem þó var enginn brandari.

Ég: Góðan daginn. Eruð þið með erótískar myndir.
Starfsmaður (svolítið flóttalegur): Neeei

Þar sem mér hafði verið bent á þessa leigu af starfsmanni á annarri leigu með gott safn af klámmyndum lét ég ekki þar við sitja: En eruð þið með klámmyndir?
Starfsmaður (hugsi): Já..

Annars komst ég að því að flestir þeirra sem leigja klámmyndir eru karlmenn yfir þrítugu. Þetta eru kannski engar fréttir. En því væri líklega gott að í næsta leiðangur færi einhver annar en ég...

Hér er svo frétt. Auðvitað er ekkert fjallað um ,,mitt" efni. Iss.

En þið sem hafið séð mig þræða myndbandaleigurnar og spyrja um erótískar myndir vitið nú ástæðuna. Ef efnið var ekki í boði sagði ég nefnilega bara: ,,Haha, ókei!" og veifaði, í stað þess að kynna mig og rannsóknina.
posted by ErlaHlyns @ 18:29  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER