17. apr. 2006 |
Pirruð á páskunum |
Þo ég sé á tuttugastaogáttunda aldursári hef ég alltaf fengið páskaegg. Nú stefndi allt í að enginn gæfi mér páskaegg og leist mér ekki á blikuna. Ekki gat ég keypt mér það sjálf! Á síðustu stundu datt mér í hug að ég og Páll gætum gefið hvort öðru egg. Hann tók að vonum vel í það.
Á sunnudagsmorguninn leitaði ég í fyrsta skipti að páskaeggi sem hafði verið falið fyrir mér. Ég faldi líka eggið hans Palla og við hófum leitina kl 8.30. Klukkan 8.45 var hvorugt eggið komið í leitirnar. Ég var orðin ansi óþreyjufull - vildi bara fá mitt egg strax og ekkert múður. Mér fannst ég vera búin að leita alls staðar. Auðvitað kunni ég ekki við að láta þessar ósæmilegu tilfinningar mínar í ljós - ekki fyrr en Palli sagðist nú vera orðinn ansi pirraður á þessari leit. Þá loks gat ég verið ég sjálf: Hvar er þetta helvítis páskaegg??
Palli fann sitt egg kl 8.50 en það endaði með því að við þurftum að fara í "Heitt eða kalt" til að ég gæti fundið mitt.
Því miður vannst okkur ekki tími í ár til að skipuleggja ratleik. Það verður möst fyrir næstu páska. |
posted by ErlaHlyns @ 11:51 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|