15. apr. 2006 |
Verst allra |
The Drew Carey Show var á skjánum um daginn. Í þættinum átti Drew kærustu sem leikin var af fyrrum Playboy stúlku. Hann talaði um hana sem ,,verstu kærustu í heimi" - hún var hundleiðinleg, strompreykti og hann var með ofnæmi fyrir kettinum hennar.
Einu sinni deitaði ég mann með kattaofnæmi. Eins og nú þá átti ég ekki bara einn kött heldur tvo. Ætli hann tali um mig sem verstu kærustu í heimi?
Þessu fylgdi sá stóri kostur að íbúðin mín var alltaf skínandi hrein því ég þurfti að ryksuga endalaust mikið. Nú bráðvantar mig heimsókn frá einhverjum með hunda-, katta- eða bara rykofnæmi. |
posted by ErlaHlyns @ 23:36 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|