Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. apr. 2006
Lyst
Í gær komst ég að því að ein besta leiðin til að fá frítt áfengi er að þræða opnanir listsýninga. Rétt kona á réttum stað getur líka fengið að borða frá fátæku listafólki. Þessi kona borðar þó ekki gúllas þannig að hún fékk sér bara brauð með smjöri.

Alltaf þegar minnst er á gúllas fer ég að hugsa um folaldakjöt og folaldaát er bara ógeð. Þó held ég þau hafi ekki verið að borða lítil folöld þarna í gær.

Nú er ég auðvitað algjör hræsnari því ég borða kjúkling og páskaungarnir eru alveg jafn sætir og litlir hoho.
posted by ErlaHlyns @ 17:02  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER