3. apr. 2006 |
Gamanmál |
Ég hljóp apríl, eða réttara sagt skrifaði apríl. Þeim félögum hjá Vantrú tókst að gabba mig. Ég varð alveg brjáluð og skrifaði athugasemd hjá bloggara nokkrum. Því skrifaði ég apríl. Líklega er þetta nútímaleg útfærsla af því að hlaupa apríl.
Reyndar var ég mjög ánægð með að hafa látið gabbast því það platar mig aldrei neinn á þessum merka degi. Í ár bjó ég til þá flökkusögu að ég vildi gjarnan láta plata mig en enginn lét til sín taka.
Og meira tengt vantrú. Ég lét þau orð falla við vinnufélaga um daginn að það væri gott hversu sjaldan mér væri boðið í fermingar - ég þyrfti að hafa mig alla við til að predika ekki yfir fermingarbörnum hvurs lags vitleysa það væri að ferma sig og að mér finnist þau allt of ung til að taka upplýsta ákvörðun um hvort þau séu í raun kristinnar trúar.
Viðbrögð vinnufélagans voru: Erla, það er alltaf gaman að þér - þú ert svo mikill fanatíkus. Annar vinnufélagi vildi frekar kalla mig fanatíker eða jafnvel fanatic, með amrískum hreim.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhver vænir mig um öfga. Ef fólk telur mig fanatíska því ég hef skoðanir þá er það gott mál. Það er samt ekkert gamanmál. |
posted by ErlaHlyns @ 06:19 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|