31. mar. 2006 |
Næstum brjáluð |
Ekki munaði miklu að ég missti mig í kvöld. Ástæða: Ég hélt að Ína myndi detta út úr Idol-keppninni.
Snorri söng tvö róleg lög með sinni mónótónísku rödd. Sigga Beinteins sagði: Þú hefur heillað allar konurnar með þessum flutningi. Einhver sagði: Allar kellingarnar hafa núna fallið fyrir þér. ,,Ekki við!", hrópaði Embla vinkona mín sem vill koma því á framfæri hér á blogginu að hún er einhleyp. ,,Við erum heldur ekki kellingar - enn", sagði ég.
Á meðan hann flutti seinna lagið sagði Embla: "Maður fær sko ekki gæsahúð af þessu". Að flutningi loknum sagði Sigga: ,,Ég fékk alveg gæsahúð".
Við Embla vorum sammála um að gæsahúðin væri hins vegar til staðar þegar Ína flutti lag Coldplay - ,,Ég fékk gæsahúð núna", ,,Og núna", ,,Ég er aftur komin með gæsahúð".
Þannig á það að vera. Á úrslitakvöldinu í fyrra sat ég á Gauki á Stöng með aðdáendahópi Hildar Völu og ég fékk gæsahúð í hvert skipti sem hún söng.
Ína rúlar. Þannig er það bara.
(Þessi færsla er væntanlega og vonandi birt með góðfúslegu leyfi Emblu). |
posted by ErlaHlyns @ 23:53 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|