| 22. mar. 2006 |
| Nú kemur það góða |
Þegar ég frétti að ferð fjölmiðlafræðinema í ár ætti að vera til BNA leist mér ekkert á blikuna. Ég hef nefnilega aldrei verið mjög hrifin af BNA og hef ekki haft minnsta áhuga á að fara þangað. Kannski er það einmitt þess vegna sem margt kom mér skemmtilega á óvart.
Eitt af því sem ég tók helst eftir var hversu kurteisir allir voru. Það var sama við hvern maður talaði, allir virtust afar indælir. Einnig var ég hissa á því hvað götur og gangstéttir voru hreinar, og sérlega var ég ánægð með að lenda aldrei í þvögu eða troðningi - ekki einu sinni á NBA leiknum. Síðan var ekki hægt annað en að taka sérstaklega eftir þvi hversu margir þarna voru á stífbónuðum glæsibifreiðum. Þetta er nú einu sinni höfuðborgin.
Þrjú úr hópnum okkar fóru í dagsferð til New York. Þau höfðu aðra sögu að segja. Þar voru götur óhreinar, fólk miskurteist og mikil fólksmergð. Ég varð þá enn ánægðari með þá ákvörðun mína að fara frekar í dýragarð og á listasafn en til Nýju Jórvíkur. |
| posted by ErlaHlyns @ 14:21 |
|
|
|
|
| Hér skrifar: |
|

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
| Nýjustu færslur: |
|
| Lífið: |
|
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
| Tenglar: |
|
|
| Orð: |
|
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|