21. mar. 2006 |
Heima er best |
Alltaf er jafn gott að koma heim. Ég er nú fegin að hafa þrifið íbúðina áður en ég fór út og glöð var ég þegar ég opnaði ísskápinn sem mamma hafði fyllt af mat.
Nú get ég drukkið kranavatn án þess að finna klórbragð og farið í bað án þess að finna klórlykt.
Ég get farið í búðir og séð raunverulegt verð á verðmiðanum í stað þess að þufa að bæta við skatti. Ég get farið út að borða með félögum mínum og þjóninn tekur glaður í að skipta reikningnum þannig að hver borgi fyrir sig.
Best af öllu er þó að ég get farið um borg og bæ án þess að rekast á hræðileg skilti þar sem tilkynnt er að hermenn fái afslátt af vörum og þjónustu. |
posted by ErlaHlyns @ 00:27 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|