Hugleiðingar konu v. 6.0
 
10. mar. 2006
Foreldrahlutverkið
Eins og kannski hefur farið framhjá einhverjum er ég mjög hrifin af Aðþrengdum eiginkonum, eða Örvilnuðum húsfreyjum, eins og einhver myndi segja.

Í þætti kvöldsins lék Lynette stórt hlutverk. Ég tók einhverju sinni próf þar sem útkoman átti að segja til um hverri þeirra ég væri líkust. Ég átti mest sameiginlegt með Lynette. Þá skildi ég aldrei af hverju.

Lynette er komin út á vinnumarkaðinn á ný og eiginmaðurinn er heimavinnandi. Einn daginn keypti hún rándýra dragt til að vera ekki síðri í tauinu en hinar konurnar á vinnustaðnum. Þegar hinn ábyrgi eiginmaður komst að því að dragtin kostaði 900 dollara krafðist hann þess að hún skilaði henni og myndi þess í stað borga fyrir tannréttingar barnanna.

Frúin hélt því fram að henni vegnaði mun betur í vinnunni vegna dragtarinnar og sagði eiginmanni sínum að stundum þyrfti fólk nú að leyfa sér munað. Aðeins þannig yrði fólk sátt við sjálft sig og stæði sig vel sem foreldri. Þegar Lynette skilaði ekki dragtinni ætlaði allt um koll að keyra - þar til hún dró upp úr skottinu glænýtt golfsett. Þá varð okkar maður kátur. Hann tók góða sveiflu og...

,,Wow, I feel like a better parent already"
posted by ErlaHlyns @ 00:41  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER