7. mar. 2006 |
Móðursjúkar kjellingar |
Ef og vonandi þegar ég verð ólétt ætla ég að finna mér auðsveipan lækni.
Mágkona mín er ólétt og með grindargliðnun. Það er innan við ár síðan hún átti síðasta barn sitt og þá var hún líka með grindargliðnun. Í vinnunni þarf hún að standa mestallan daginn. Hún treystir sér ekki til að sinna starfi sínu eins lengi og ætlast er til af henni samkvæmt lögum og reglugerðum. Og hvað segir læknirinn? ,,Jú, jú, hvaða aumingjaskapur er þetta. Það er ekki eins og þú sért veik - þú ert bara ólétt".
Vissulega er það ekki sjúkdómur að vera með barni en kannski bara verður sumt erfiðara en áður. Það er nú einu sinni staðreynd að ólétta leggst misvel í konur.
Já, þegar ég verð ólétt vil ég ekki lækni sem segir mér hvernig mér líður. |
posted by ErlaHlyns @ 16:46 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|