27. feb. 2006 |
Strengjabrúðan |
Eitt af því sem ég ætlaði aldrei að gera var að fá mér kreditkort.
Fyrir um ári síðan kom markaðinn nýtt kort, svokallað e-kort. Það var auglýst þannig að ,,allir" gætu fengið slíkt kort án ábyrgðarmanna. Þegar auglýsingaherferðin stóð sem hæst sá ég lesendabréf í Mogganum þar sem maður nokkur kvartaði yfir því að hafa ekki fengið ekortið því hann ætti ,,engar eignir".
Þetta fannst mér auðvitað ábyrgðarlaus auglýsingamennska. Þar sem ég átti heldur engar eignir ákvað ég að sækja líka um ekortið. Þannig hefði ég sjálf fengið neitun þegar ég færi að röfla um þetta á blogginu mínu. Dagarnir liðu og einn daginn barst mér póstur frá Spron. Í umslaginu var ekort, mér óskað til hamingju með það, sem og 50 þúsund króna hemimildina mína. Úps.
Ég ákvað að eiga kortið fyrst ég var komin með það í hendurnar - svona ,,til öryggis". Og sá tími kom. Ég fékk reikning fyrir himinháum skólagjöldum og setti þau á kortið. Ég hef iðulega notað kortið síðan þegar ég er í kröggum.
Um daginn sá ég svo að skuldfært hafði verið á mig árgjald ekorts. Ég fletti upp skilmálum kortsins og þar stendur að ef ég segi kortinu ekki upp með ákveðnum fyrirvara sé mér gert að greiða fyrir endurnýjun.
Nú er ég á leið erlendis - jafn blönk og venjulega. Því ákvað ég að senda forsvarsmönnum ekortsins fyrirspurn, svona fyrst ég var nú búin að borga fyrir það áfram: Mig langaði að athuga hvort ég gæti fengið hærri úttektarheimild á ekort mitt, og þá hversu háa?
Í dag fékk ég svarið: Sæl Erla, heimild þín hefur verið hækkuð upp í 150.000.- |
posted by ErlaHlyns @ 13:10 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|