23. feb. 2006 |
meira af johari og nohari |
Ég býst ekki við að fleiri taki þátt í að nefna kosti mína og galla enda nokkuð síðan ég beindi þeim tilmælum til fólks.
Meinta kosti má líta hér og hérna eru meintir gallar.
Átta manns sögðu álit sitt á því hvaða kostir prýða mig. Aðeins eitt atriði var þar ríkjandi - sjálfstæði. Helmingur þeirra sem tóku þátt telja mig gáfaða. Öll þau fimm atriði sem ég átti og mátti nefna um sjálfa mig voru einnig nefnd af öðrum.
Aðeins þrír lögðu í að nefna gallana og allir þeir aðilar höfðu samband við mig til að útskýra mál sitt. Ég hrósa þeim fyrir hugrekki sitt ;)
Samkvæmt þessum niðurstöðum eru þrír neikvæðir þættir einkennandi fyrir mig. Fólk álítur mig óörugga, fjarlæga og ósveigjanlega. Einnig var ég vænd um að vera vitlaus, heimsk og ofbeldisfull.
Þessa dagana erum við í vinnunni að gera verkefni um okkur sjálf þar sem við eigum meðal annars að nefna kosti okkar og galla. Við fyrstu sýn virtist mér verkefnið vera harla auðvelt en annað kom í ljós - ég var marga daga að ljúka því. Merkilegt nokk þá nefni ég þar að einn af helstu göllum mínum sé hversu hvatvís ég er. Aðrir nefndu þetta atriði í könnuninni hér að ofan, bæði sem kost og sem galla, þ.e. spontaneous og rash. Vissulega má þýða þessi orð með mismunandi blæbrigðum. Ég held þó að hægt sé að álíta að þetta atriði eigi í raun við mig. |
posted by ErlaHlyns @ 13:55 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|