Hugleiðingar konu v. 6.0
 
20. feb. 2006
Ólík sjálf
Vinnufélagi minn og vinur kallaði mig um daginn áráttusjúkling. Honum fannst þetta heiti hæfa mér því ég vil alltaf hafa tiltekna hluti í stafrófsröð, en ekki handahófskenndri raðleysu, og raða þeim þannig næstum á hverri einustu vakt, þar sem ég virðist ein um þessa skoðun. En ég er sko enginn áráttusjúklingur.

Ég held að þetta tengist vinnu-egóinu mínu, eða vinnu-sjálfinu. Vinnusjálfið vill hafa allt aðgengilegt og í röð og reglu. Heima-sjálfinu er nokk sama. Því kemur það oft fyrir að heima klæði ég mig í ósamstæða sokka og tek lítið eftir því - fyrr en ég mæti til vinnu.

Það skal tekið fram að ég fer ekki í bleikan og svo hvítan sokk. Það er frekar að ég fari í einn svartan og einn dökkbláan, eða einn svartan úr ullarblöndu og einn svartan með upphleyptu svörtu mynstri. Ég er ekkert frík.
posted by ErlaHlyns @ 13:19  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER