20. feb. 2006 |
Ólík sjálf |
Vinnufélagi minn og vinur kallaði mig um daginn áráttusjúkling. Honum fannst þetta heiti hæfa mér því ég vil alltaf hafa tiltekna hluti í stafrófsröð, en ekki handahófskenndri raðleysu, og raða þeim þannig næstum á hverri einustu vakt, þar sem ég virðist ein um þessa skoðun. En ég er sko enginn áráttusjúklingur.
Ég held að þetta tengist vinnu-egóinu mínu, eða vinnu-sjálfinu. Vinnusjálfið vill hafa allt aðgengilegt og í röð og reglu. Heima-sjálfinu er nokk sama. Því kemur það oft fyrir að heima klæði ég mig í ósamstæða sokka og tek lítið eftir því - fyrr en ég mæti til vinnu.
Það skal tekið fram að ég fer ekki í bleikan og svo hvítan sokk. Það er frekar að ég fari í einn svartan og einn dökkbláan, eða einn svartan úr ullarblöndu og einn svartan með upphleyptu svörtu mynstri. Ég er ekkert frík. |
posted by ErlaHlyns @ 13:19 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|