| 15. feb. 2006 |
| Spakmæli |
Í kvöld sinnti ég vinnu nr 2 eða 3 eða hvað það nú er. Ég var eina konan á staðnum um tíma - það var húsfyllir af fótboltaþyrstum karlmönnum. Þar sem ég stóð og færði þeim bjór rann upp fyrir mér að í raun er ég hin fullkomna kona - fyrir utan að vera alltaf nakin, auðvitað.
Eftir leikslok átti ég spjall við tvo eldri menn sem höfðu ef til vill drukkið einum of marga Black Russian. Þeir voru, tja, hvernig er best að orða þetta - ógeðslega fyndnir. Annar þeirra spurði mig hvort það væri einhver Halldór eða Sigurður sem biði eftir mér heima. Ég svaraði því til sem satt var að sá sem biði óþolinmóður eftir mér þessa stundina væri hundur. Hann greip það á lofti: "Þar fór góður biti í hundskjaft". Okkur varð síðan tíðrætt um stöðu hjónabandsins í nútímasamfélagi og hvernig þetta var allt í gamla daga. Hinn maðurinn lagði mikla áherslu á að fólk sýndi hvert öðru virðingu. Þá sagði spekingurinn: "Já, þetta er eins hann Osama Bin Laden sagði - Við þurfum bara að vera góð við hvert annað". |
| posted by ErlaHlyns @ 01:39 |
|
|
|
|
| Hér skrifar: |
|

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
| Nýjustu færslur: |
|
| Lífið: |
|
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
| Tenglar: |
|
|
| Orð: |
|
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|