Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. feb. 2006
Hressi gaurinn
Ég las það í blaðinu. Hvernig finnst þér stelpurnar? Ég sá strákana í dag. Hvaða blaði, hvaða stelpur, hvaða stráka?

Hvaða fábjáni ákvað að skíra blað Blaðið? Hvaða vitleysingur stakk upp á því að kalla sjónvarpsþátt Strákana? Hvaða fífli fannst sniðugt að búa til þátt sem heitir Stelpurnar? Þetta er bara til að rugla fólk og gera því erfitt um vik með að eiga munnleg samskipti.

Annars sá ég strákana í dag. Strákana, þú veist, í Strákunum - í alvörunni, sko. Ég þurfti að bíða á meðan hver og einn þeirra fór í ljósmyndakassann í Kringlunni og lét taka mynd af sér berum að ofan. Þeir voru agalega hressir. Þegar ung stúlka (já, yngri en ég) kom út úr kassanum sagði einn þeirra við hana, ofurhress: "Hey, bara verið að mynda sig!". Við mig sögðu þeir ekki neitt. Ég hef líklega ekki verið nógu hress á svip.
posted by ErlaHlyns @ 17:27  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER