18. feb. 2006 |
Tilviljun á tilviljun ofan |
Á unglingsárum tilheyrði ég svokallaðri klíku. Í henni voru: Erla, sem bjó á Skeggjagötu Esther í Stórholti Erna í Stórholti Elva í Skaftahlíð Edda á Snorrabraut og Jenný á Tjarnargötu.
Ég og Jenný vorum bestu vinkonur og vorum við saman í A bekk Æfingadeildar Kennaraháskólans. Hinar stúlkurnar voru í B bekk sama skóla. Ég hef oft velt fyrir mér þeirri tilviljun að við höfum, allar nema ein, heitið nafni sem byrjar á E og búið við götu sem byrjaði á S. Var Jenný undantekningin sem sannaði regluna?
Á tíma mínum í Æfingadeildinni var ég ýmist spurð hvort þetta væri íþróttaskóli en þó oftar hvort þetta væri skóli fyrir vandræðaunglinga. Í raun var þetta þó sá skóli sem helst sinnti verklegri menntun nemenda við Kennaraháskólann. Nú heitir hann Háteigsskóli. Ég veit ekki hvort hann tengist KHÍ sérstaklega lengur. Taka skal fram að skólinn var lítið frábrugðinn öðrum grunnskólum að öðru leyti en því að hann hét undarlegu nafni.
Þess má annars geta að fyrrum heimili mitt, Skeggjagata 1, hefur nú verið selt Reykjavíkurborg, fyrir um 100% hærra verð en móðir mín seldi það einstaklingi fyrir um ári, og mun brátt hýsa heimili fyrir heimilislausa. Ef einhverjir heimilislausir eru að lesa þetta blogg er ég meira en reiðubúin að gefa ólikum herbergjum hússins einkunn. |
posted by ErlaHlyns @ 01:44 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|