17. feb. 2006 |
Batnandi konu er best að lifa |
Í kvöld bryddaði ég upp á þeirri nýjung að bjóða vinnufélaga mínum að sækja fyrir hann kaffi, í stað þess að standa upp og sækja bara kaffi handa mér. Til að þetta væri mögulegt þurfti ég auðvitað að fá nákvæmar upplýsingar um hvernig hann vildi kaffið sitt. Svar hans kom mér skemmtilega á óvart - hann vildi engan sykur en mikla léttmjólk - alveg eins og ég. Ekki erfitt að muna. Þá fékk ég snilldar hugdettu.
Eins og allir vita þá fær maður plús hjá fólki sem maður hefur sjaldan hitt ef maður man nafn þess. Til að fá plús hjá fólki sem maður þekkir þarf meira til - nefnilega að muna eftir sérþörfum þess. Nú ætla ég að gera í því að bjóða samstarfsfólki að sækja fyrir það hressingu. Brátt verð ég komin með á hreint hvernig hver og einn drekkur kaffið sitt eða teið, nú eða hvort viðkomandi drekkur frekar vatn. Brátt fer samstarfsfólkið að tala um mig: Hún Erla er svo yndisleg, hún man alveg að ég vil svart kaffi með tveimur sykurmolum - ekki með strásykri. Hún Erla er svo frábær, hún færir mér alltaf kamillute og hellir köldu vatni út í eftir á til að kæla teið - alveg eins og ég vil hafa það. Hún man líka að tevatnið mitt má bara hafa soðið einu sinni. Ég finn alltaf muninn. Hún Erla er alveg einstök.
Hvernig kaffi má bjóða þér? |
posted by ErlaHlyns @ 01:15 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|