16. feb. 2006 |
Engan hlátur, takk |
Greinilegt er að ég mun í framtíðinni gera mikið af því að deila volæði mínu með ykkur hér á blogginu. Fólk hafði samband og virtist hafa mikinn áhuga á því hvort ég fyndi eitthvað að gera á fríkvöldinu mínu. Ég fann sannarlega eitthvað að gera. Ég fór í leikhús.
Verkið Hungur varð fyrir valinu. Það er fínt á fá hugdettu og drífa sig á forsýningu sem kostar aðeins 1200 kr inn á. Ekki ætla ég að tjá mig mikið um verkið nú og þar sem það hefur ekki enn verið frumsýnt. Hins vegar olli eitt mér talsverðum pirringi. Ekki var það verkið sem hafði þessi áhrif heldur viðbrögð áhorfenda sem voru margir hverjir á menntaskólaaldri. Þau atriði sem mér fannst átakanleg fannst þeim fyndin. Það skemmdi því nokkuð stemminguna þegar ég var við þá að fá hroll og aðrir fóru að hlæja. Ó, vell. Sessunautur minn var sammála mér þannig að ég var ekki ein um þessa skoðun.
Einnig var annað sem truflaði mig og get ég sjálfri mér þar um kennt. Bæði höfundur verksins og leikstjóri voru viðstaddir og ég stóð mig að því að fylgjast ekki aðeins með verkinu og viðbrögðum áhorfenda heldur einnig með viðbrögðum höfundar og leikstjóra við viðbrögum áhorfenda. Svona verð ég oft upptekin af því sem ég á ekkert að vera að velta fyrir mér.
Við sátum eftir þegar sýningu lauk og ræddum saman. Þá fyrst fór ég að njóta sýningarinnar - þegar hún var búin.
Elma Lísa var æðisleg og stóð sig frábærlega. Ég sagði henni það að sjálfsögðu. |
posted by ErlaHlyns @ 10:16 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|