18. feb. 2006 |
Kosningadraumar |
Silvía Nótt var kosin sjónvarpskona ársins, hún var í gær kosin kynþokkafyllsta kona ársins og Ágústa Eva var í 4. sæti sömu keppni. Lag Silvíu er eitt mest um beðna óskalagið á einhverri hnakkastöðinni. Ég held að það hafi aldrei verið neinn vafi um hver myndi vinna fokkíngs úrslitin.
Inga Lind var í öðru sæti í valinu um kynþokkafyllstu konuna. Nóttina áður en ég las um þessa kosningu dreymdi mig einmitt Ingu Lind. Við vorum að vinna saman á einhverjum bar og ég man að ég hugsaði hvað þetta væri nú flott hjá henni - að þó hún væri nú orðin fræg sjónvarpskona og ætti hús á Arnarnesinu þá væri hún enn í tengslum við almúgann og teldi sig ekkert of góða til að vinna á slísí bar. |
posted by ErlaHlyns @ 21:10 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|