21. feb. 2006 |
Nei, ég er bara lesbía í þykjustunni |
Nýjustu fréttir herma að útlendingar geti nú þóst vera samkynheigðir til að fá breskan ríkisborgararétt. Þetta eru auðvitað stór tíðindi þar sem það er miklu minni fyrirhöfn að þykjast vera samkynhneigður í smá tíma en að ganga í hjónaband með aðila af hinu kyninu og þurfa svo að vesenast við að skilja með tilheyrandi lagaflækjum.
Í Bretlandi, eins og hér, er hjónabandið bara fyrir útvalda. Bretar eru þó svo indælir að leyfa samkynhneigðum að staðfesta samvist sína. Ef um er að ræða hreinræktaðan Breta og útlending, fær sá útlenski breskan ríkisborgararétt að tveimur árum liðnum.
Hér á Klakanum, eins og þarna úti, þarf ekki að sanna kynferðislegt samneyti fólks í staðfestri samvist á einn eða annan hátt. Því er spurning hvort íhaldssamir Íslendingar þurfi brátt að velja annað af tvennu illu - að landið fyllist af óforskömmuðum útlendingum eða að viðurkenna hjónaband samkynhneigðra með sömu lagalegu réttindum og hjónabönd annarra landsmanna. |
posted by ErlaHlyns @ 04:18 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|