21. feb. 2006 |
I Believe in Magic |
Eftir um ár ætla ég að byrja að hugsa alvarlega um að kaupa mér nýja tölvu. Sú sem ég rita þessi orð með er um 6 ára gömul, lamirnar eru brotnar öðru megin og erfitt er fyrir fólk sem ekki kann fingrasetninguna að nota tölvuna þar sem stafirnir á lyklaborðinu eru flestir afmáðir. Þessi tölva hefur einu sinni heimsótt verkstæði. Þetta er IBM Thinkpad i Series.
Miðað við þær sögur sem ég heyri frá félögum mínum er þessi líftími með ólíkindum. Ég er því alvarlega að hugsa um að verða traustur viðskiptavinur IBM.
Og svarið við því sem þú ert að velta fyrir þér er: Já! Auðvitað syng ég reglulega upp úr söngbók IBM. Sérstaklega er ég hrifin af þeim textum sem syngja skal við lagið Glory, glory haleluja. Á jólunum syng ég þó eftirfarandi texta:
I. B. M., Happy men, smiling all the way. Oh what fun it is to sell our products night and day. I. B. M., Watson men, partners of T. J. In his service to mankind-that?s why we are so gay.
Þú mátt geta við hvaða lag hann er sunginn. |
posted by ErlaHlyns @ 00:09 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|