Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. feb. 2006
Heute abend habe ich Deutsch gesprochen
Ég heyrði útundan mér að tveir viðskiptaninirnir töluðu þýsku sín á milli og sagði við samstarfsmann minn bak við barinn: ,,Ég ætti nú eiginlega að fara að tala við þá. Ég er nefnilega að reyna að æfa mig í þýsku". Þetta sagði ég mest í gríni þar sem ég legg ekki í vana minn að fara að spjalla við bláókunnuga menn - því síður á erlendu tungumáli og enn síður edrú.
,,Gerðu það endilega", sagði maðurinn, ,,þeir eru allavega nógu fullir". Og ég fór og talaði við þá.

Það er skemmst frá því að segja að þegar ég sagði þeim að faðir minn væri enn betri í þýsku en ég bað annar þeirra um símanúmer hans. Hann vantaði svo einhvern til að leita ráða hjá þegar hann væri í vandræðum og enginn skildi hann - málfarslega séð.
Það er enn skemmra frá því að segja að hann fékk ekki númerið.
posted by ErlaHlyns @ 02:01  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER