Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. feb. 2006
Óþarfi hinn mesti
Pabbi á bráðum afmæli. Því fór ég í dag á bókamarkaðinn í Perlunni í leit að afmælisgjöf. Á einum rekkanum sýndust mér vera bækur við hæfi pabba. Ég hafði rétt fyrir mér. Þar fann ég tvær bækur sem hann hafði sjálfur skrifað. Mér datt í hug að það væri nú ansi fyndið að gefa honum bók eftir sjálfan sig. Við nánari umhugsun varð mér ljóst að ég hef ekki efni á svo dýrum húmor.

Húmor fyrir minn efnahag er til dæmis að gefa útrunna boðsmiða í bíó. Mér fannst ég afar fyndin þegar ég gerði það. Sérstaklega því ég skrifaði miða með þar sem stóð skýrum stöfum að miðarnir væru ekki lengur í gildi en það væri hugurinn sem gilti. Öðrum fannst ég misfyndin.

Ef þig vantar hugmyndir að óþörfum og tilgangslausum gjöfum þá get ég verið þér innan handar.
posted by ErlaHlyns @ 18:16  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER