Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. feb. 2006
Af líkum
Fyrir nokkru sendi ég spurningu inn á Vísindavefinn og nú er komið svar.
Spurningin var: Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?

Svarið er í stuttu máli að eins og er gengur það ekki upp vegna aðstöðuleysis við HÍ.

Mér finnst algjör óþarfi að láta grafa sig eða brenna þegar hægt er að nýta líkamann til rannsókna. Því er þetta möguleiki sem ég hef íhugað.

Það kemur líklega ekki á óvart að mörgum ættingjum mínum og vinum finnst þetta miður geðslegt. Nokkrir hafa einnig nefnt að þeim myndi finnast óþægilegt að ég yrði jafnvel ekki jörðuð fyrr en löngu eftir lát mitt ef af þessu yrði. Þessir sömu aðilar geta nú andar léttar. Háskóli Íslands er það fátæk stofnun að þeir geta ekki einu sinni veitt læknanemum aðstöðu til að rannsaka lík.

Í bili verð ég því líklega að láta nægja að fylla út lífsskrá og krossa þar við að ég sé sátt við að vera jörðuð án líffæra.
posted by ErlaHlyns @ 16:32  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER