Hugleiðingar konu v. 6.0
 
7. mar. 2006
Óskar í póstinum
Rafrænu vegabréfin eru greinilega alveg mögnuð. Þau eru svo fullkomin að engin ástæða er til þess að fólk sæki þau til Útlendingaeftirlitsins. Vegabréfin eru bara send með almennum póstsendingum - í umslögum merktum stofnuninni.

Ég fékk mitt í dag.

P.s.
Heyrðir þú stórgóða og vel lesna Óskars-umfjöllun í útvarpsfréttum Rúv?

P.p.s.
Nýlega hugsaði ég um að leigja mér Crash en ákvað að gera það ekki því ég hafði heyrt svo margt gott um hana. Þá verð ég iðulega fyrir vonbrigðum.
Nú get ég alls ekki séð hana fyrr en eftir 2 ár hið minnsta.
posted by ErlaHlyns @ 00:23  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER