Hugleiðingar konu v. 6.0
 
6. mar. 2006
Drepum félaga okkar
Ekkert skil ég í þessu fólki sem er að panikka yfir fuglaflensunni. Ég reyni að taka fregnum af henni með stóískri ró.

Ekkert skil ég í frístundabóndanum sem drap alla fiðruðu vini sína því hann vildi ekki bera ábyrgð á því að börn sem væru að gefa fuglunum smituðust af fuglaflensu, ef ske kynni að hún bærist hingað og ef hans fuglar myndu mögulega sýkjast.

Því síður skil ég í Þjóðverjunum sem nú streyma með kettina sína til aflífunar. Kattaeigendur hér á landi eru víst líka uggandi.

Eitt er víst og það er að ég ætla ekki að drepa dýrin mín í ,,fyrirbyggjandi aðgerðum". Hvar myndu þær aðgerðir enda?
posted by ErlaHlyns @ 14:45  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER