8. mar. 2006 |
Barónessan |
Lítil barónessa kom í heiminn í gær. Eins og allir vita búa barónessur á Barónstíg. Enginn vissi neitt um kyn þessarar hefðardömu fyrr en hún kom í heiminn. Aðeins tvennt var öruggt - að barnið fengi femínískt uppeldi og heimaprjónaða peysu frá mömmu minni.
Það skal tekið fram að þetta er ekki barn mágkonunnar og bróður míns. Við þurfum víst að bíða aðeins lengur eftir því.
Ég sé fram á að þurfa að kaupa heilan helling af oggulitlum íþróttaskóm í útlandinu. Slíkir skór eru með því sætara sem ég veit. |
posted by ErlaHlyns @ 01:56 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|