9. mar. 2006 |
Teikn á lofti |
Ég virðist eiga auðvelt með að verða húkkt á hinu og þessu. Þessa dagana er ég háð iSketch. Það er einskonar Pictionary nema hvað að þetta er netleikur. Hægt er að velja sér leikherbergi með einhverju þema, þar sem eru bara teiknuð dýr eða matur, og mögulegt er að velja úr nokkrum tungumálum. Íslenska leikherbergið virðist þó lítið sótt þessa dagana. Ég dunda mér því við að teikna sideburns og veil. Í gær klúðraði ég þó málunum all svakalega þegar ég byrjaði að teikna hest og skildi ekkert í því að enginn fékk stig fyrir að segja ,,horse". Þegar betur var að gáð hafði ég átt að teikna ,,hose". Smá misskilningur. |
posted by ErlaHlyns @ 18:11 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|