25. mar. 2006 |
Ljótasti miðinn |
Vorfagnaður geðdeildanna er í kvöld. Ég fer auðvitað þangað með miðann minn sem ég fékk í gær. Miðinn er með þeim ljótari sem ég hef séð um ævina og minnir helst á ömmugardínur eða veggfóður frá fimmta áratugnum. Ofan í rósamynstrið er svo skrifað harla óskýrt hvar og hvenær fagnaðurinn er. Yfirleitt er ég fylgjandi því að gera hlutina öðruvísi en allir hinir en þetta er bara ljótt. Ég næstum því skammast mín fyrir að vera í starfsmannanefnd. |
posted by ErlaHlyns @ 09:46 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|