Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. mar. 2006
Þotuliðið
Ég hef lengi beðið eftir því að geta montað mig af því að þekkja frægar kvikmyndastjörnur. Ég þekki nokkra þeirra leikara sem birtast í myndinn sem gerð er eftir bók Arnalds, Mýrinni.

Til að ná alvöru frama þurfa leikarar helst að vera fallegir og ég get alveg fullyrt að hann Caleb er sætastur í þessum leikarahópi. Ég var mest hrifin af honum þegar ég heimsótti miðbæjarrotturnar á Hverfisgötunni. Caleb er reyndar orðinn svolítið gamall og spilaði það líklega inn í hversu vel mér tókst að halda honum hjá mér. Hinar rotturnar reyndu alltaf að skríða í burtu, mér til mikillar mæðu.

Áhugasömum tilkynni ég að það er því miður búið að taka fyrir innflutning á þessum krúttum. Landlæknir tók vel í það til að byrja með að fá rottur til landsins. Síðan þá hafa tveir aðilar tekið sig til og selt ættbókafærðar rottur. Allt í einu skipti landlæknir síðan um skoðun og nú má ekki lengur koma með rottur frá útlöndum.

Annars má nefna að kvenkyns rottur eru frjóar á um 4ra daga fresti og geta þær því fjölgað sér afar fljótt ef þær eru að dunda sér í holræsunum.
posted by ErlaHlyns @ 11:17  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER