Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. apr. 2006
Lygasjúklingar
,,Hvað ertu að hugsa akkúrat núna?"

Margir svara þessari spurningu með einhverju háfleygu og fræðilegu. ,,Ég var nú bara að spá í hvort guð gæti í raun verið alls staðar" eða ,,Ég er einmitt að sundurgreina í huganum einhverfu og asperger-heilkennið".

Ég held að þeir sem svara svona séu lygarar.

Alltaf þegar ég er spurð þessarar spurningar svara ég sannleikanum samkvæmt. Ef ég er spurð að þessu í miðju hádramatísku samtali um tilfinningar á ég til að segja: ,,Af hverju heitir besta morgunkornið því ömurlega nafni Just right?" eða ,,Hversu oft ætli ég geti notað sjampóið mitt áður en það klárast?"

Fólk segir að ég sé eitthvað verri að svara með þessum hætti. En er það ekki skárra en að segja ,,Æ, ekki neitt" - og ljúga?
posted by ErlaHlyns @ 11:20  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER