21. apr. 2006 |
Vanmetnir sneplar |
Ég beið úti í bíl eftir félaga mínum um daginn. Ég sagði honum að hann þyrfti ekkert að flýta sér - ég ætlaði bara að lesa bækinga um hundamat á meðan.
Fyrst ég var nú um daginn að skrifa um ömurlegar kærustur er best að halda því áfram. Líklega væri þó réttara að tala um ömurlega sambýliskonu í þessu tilviki.
Þarna mundi ég allt í einu eftir því þegar ég var í sambúð. Auðvitað var ýmislegt sem aðilar höfðu við hvorn annan að athuga í sambúðinni. Einn helsti galli minn var einmitt meint bæklingaárátta sem fór afar mikið í taugarnar á sambýliskonu minni. Ef ég sá bæklinga, næstum hvar sem ég var, varð ég að taka þá með mér heim. Hún var farin að hafa eftirlit með mér á almannafæri og ef við sáum bæklingastanda skipaði hún mér iðulega: ,,Erla, láttu þetta vera!".
Þetta dugði þó skammt því út um allt hús voru bæklingar um blóðgjafir, fornminjar, mikilvægi kalks og um stuðningshópa fyrir aðstandendur samkynhneigðra. Um daginn bættust semsagt við tveir bæklingar um hundamat. Annar þeirra var reyndar mjög viðamikill og í honum líka fjallað um heilsufarsvandamál hunda. Ekkert rusl, það. |
posted by ErlaHlyns @ 00:36 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|