18. apr. 2006 |
Klám og kynlíf í íslensku samfélagi |
Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti býður til kynningar á rannsókn nemenda í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands á klámi og kynlífi í íslensku samfélagi. Kynningin verður laugardaginn 22. apríl kl. 13-16 í stofu 101 í Odda. Fjallað verður um aðgengi ungs fólks að klámi, m.a. í matvöruverslunum og á myndbandaleigum, greint frá tíðni kláms og kynlífstengdra atriða í íslenskum fjölmiðlum, fjallað um skoðanir sérfræðinga á klámvæðingunni og kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfi framhaldsskólanemenda til kláms og kynlífs. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Staður: Stofa 101, Odda
Já, þetta er víst klámrannsóknin ,,mín". |
posted by ErlaHlyns @ 11:31 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|