25. apr. 2006 |
Uppskrift |
Sumir segja að sér líði betur ef þeir taka hitt eða þetta bætiefni. Mér líður betur ef ég borða mikið grænmeti.
Hér er ein af mínum uppáhalds.
Grænmeti, t.d. gulrætur, kúrbítur, paprika, brokkólí Laukur Nýrnabaunir (soðnar) Maukaðir tómatar, úr dós (eða ekki) Ólífuolía Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum Sjávarsalt eða Herbamare
Steikið laukinn í olíunni. Öðru grænmeti, ásamt tómötunum, bætt við. Kryddið og látið malla í um 10 mín. Baunum bætt við og látið malla í 5 mín til viðbótar.
Í þessari uppskrift er það pizzakryddið sem gerir gæfumuninn, að mínu mati. Ég nenni aldrei að mæla neitt. Hver setur bara það sem hann telur henta. Eða ekki. |
posted by ErlaHlyns @ 15:24 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|