1. maí 2006 |
"Kvensæmandi laun" |
Ég var annars hugar þegar ég tók fyrsta kaffisopa dagsins. Ég rankaði þó snarlega við mér þegar ég fann að þetta var ekkert spítalakaffi eins og ég drekk dags daglega. Nei, Höfðakaffi er ólíkt bragðbetra.
Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í fyrsta skipti í dag og þau fékk auðvitað flottasta félagið - Femínistafélag Íslands. Til hamingju, Ísland!
Þó eru fjölmörg atriði sem gefa manni og konu tilefni til að halda sig enn á jörðinni. Ef það væru veitt ójafnréttisverðlaun myndi ég t.d. alveg vilja veita þau formanni KSÍ. |
posted by ErlaHlyns @ 17:28 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|