Hugleiðingar konu v. 6.0
 
3. maí 2006
Guðmundur! Leggstu!
Undanfarna tvo mánuði, eða svo, hef ég hitt kött sem heitir Ólafur, naggrís sem heitir Óskar og hund sem heitir Pétur. Ég velti því fyrir mér hvað fólk væri nú bilað að nefna dýrin sín mannanöfnum. Ég velti því fyrir mér alveg þangað til ég mundi að annar kötturinn minn heitir Elmar.

Eigandi Péturs sagði mér að það hefði verið ogguponsu vandræðalegt um daginn þegar hún var í símanum en þurfti að hrópa framhjá símtólinu: Settu Pétur bara í búrið.
posted by ErlaHlyns @ 18:31  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER