14. jún. 2006 |
Ég er merkilegri en þú |
Í janúar sendu nokkur samtök og einstaklingar frá sér yfirlýsingu þar sem til stuðnings biskupi þar sem hann sagði að hjónaband geti aðeins verið milli karls og konu. Einnig harma þau að ríkisstjórnin hafi fallið frá kristnum siðferðisgildum með frumvarpi til laga um réttarstöðu samkynhneigðra.
Flestum rámar okkur í þetta. Íslendingar eru samt svo fljótir að gleyma að ég ætla að birta listann hér aftur í heild sinni.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Reykjavík, Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hvítasunnukirkjan á Akureyri, Hvítasunnukirkjan Betel, Vestmannaeyjum, Hvítasunnukirkjan Salem, Ísafirði, Hvítasunnukirkjan Selfossi, Hvítasunnukirkjan Kirkjulækjarkoti, Íslenska Kristskirkjan, Grafarvogi, Fríkirkjan Kefas, Krossinn í Kópavogi, Fríkirkjan Vegurinn, Betanía, kristið samfélag, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Sjónarhæðarsöfnuður, Akureyri, Akurinn, kristið samfélag, Kópavogi, Samfélag trúaðra, Reykjavík, Samfélagið Hörgshlíð 12, Vinyard, kristið samfélag, Reykjavík, Aðventkirkjan á Íslandi, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan: Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík (Ísland prestur Timur Zolotuskiy) Anton Ingimarsson, verslunarstjóri. Dr. Arngrímur Jónsson, fyrrv. sóknarprestur Eva S. Einarsdóttir, ljósmóðir í Kópavogi Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri Guðlaugur L. Aðalsteinsson, og k.h. Kolbrún B. Jónsdóttir Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrv. prófastur í Skálholti Guðmundur Pálsson, sérfræðingur í heimilislækningum Gústaf Níelsson, sagnfræðingur í Reykjavík og k.h. Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Halldór S. Gröndal, fyrrv. sóknarprestur Jakob Rolland, kanslari kaþólsku kirkjunnar Jón Oddgeir Guðmundsson, Akureyri Jón Valur Jensson, guðfræðingur í Reykjavík Jón Rafn Jóhannsson OCDS (Karmelítareglunni, kaþ. kirkjunni) Laufey Jensdóttir, húsmóðir Lilja Kristjánsdóttir húsmóðir, fyrrv. kennari Dr. Loftur R. Gissurarson, gæðastjóri OR, Mosfellsbæ Patrick Breen, sóknarprestur kaþólskra á Akureyri
Sérstaklega langar mig að benda ykkur á að þarna má sjá nafn Hjálpræðishersins. Fyrir mér hefur hann alltaf staðið fyrir hjálp og manngæsku. Ég hef greinilega misskilið þetta allt saman og er nú komin í vandræði. Ég sé mér ekki annað fært en að hætta að gefa þeim föt og hætta að kaupa af þeim föt. Já, bara hætta öllu samneyti við Hjálpræðisherinn. Eða kannski ætti maður að fara með trúboð þarna niðureftir - trúboð þar sem manngildi einstaklingsins eru í hávegum höfð, hver sem kynhneigð hans er. |
posted by ErlaHlyns @ 03:00 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|