29. sep. 2005 |
|
Klukkuð aftur og aftur! Að þessu sinni voru það Palli og Bára sem klukkuðu mig. 10 staðreyndir á leiðinni:
1. Ég drekk kaffi á fastandi maga
2. Þegar ég var yngri safnaði ég öllu sem tengdist Garfield
3. Ég safnaði líka öllu sem tengdis Michael Jackson
4. Í vor keypti ég mér algjöra hjóladrusli í Europris. Í eitt skiptið þegar stýrið fór á flug kom ég við á Essó til að láta laga það. Maðurinn sem aðstoðaði mig bauðst til að skipta við mig á hjólum - hann tæki Europris draslið handa syni sínum og ég fengi fína flotta Mongoose hjólið hans sem var of stórt fyrir soninn. Mongoose rúlar. 5. Nýji kisinn minn heitir í ættbók Reyholts Ermar (og bróðir hans heitir Skálmar). Hjá fyrri eiganda hét hann Sesar en ég hef ákveðið að kalla hann Elmar.
6. Ég fer alltaf með dagblöðin í endurvinnslu
7. Þegar ég var yngri fór ég í próf til að athuga hvort ég væri sykursjúk því ég drakk svo mikið. Ég er ekki sykursjúk og drekk enn mikið (af öllum vökva, bjáni. Þetta á ekki bara við um áfengi).
8. Ég á bleikan Nokia síma. Ég kalla hann femínistasímann minn.
9. Ég er ekki með gleraugun mín jafn oft og ég ætti. Mér finnt þau mega flott og fara mér vel en þau meiða mig á nebbanum. Ég er búin að láta stilla þau en það virkar ekki. Kannski er það bara ég sem er vanstillt.
10. Ég á sætasta frændann. Hann heitir Sigurjón Smári. |
posted by ErlaHlyns @ 15:33 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|