5. feb. 2006 |
Úrræðagóður eiginmaður |
Ég er svooo heppin að vera með Breiðbandið. Í gær gat ég horft á þáttinn Sex machines á Star! Þar var fjallað um tilurð og notkun ýmissa kynlífstóla. Rætt var við mann nokkurn sem lenti í þeirri óskemmtilegu aðstöðu að kona hans varð ólétt og læknir ráðlagði þeim að sleppa kynlífi síðasta hluta meðgöngunnar. Maðurinn ákvað því að hanna kynlífsdúkku með svokallaðri "flesh light"-tækni. Eldri sonur mannsins tók auðvitað einnig virkan þátt í framleiðsluferlinu.
Þegar maðurinn fékk aftur leyfi til að stunda kynlíf með konu sinni notaði hann tækifærið og þróaði áfram "flesh light"-tæknina með því að vera með konuna og tækið hlið við hlið, og fara á milli.
Hann tók síðan sérstaklega fram að tækið veitti honum meiri unað en frúin. Mér skildist að þau væru þó enn gift í dag. |
posted by ErlaHlyns @ 21:17 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|