Hugleiðingar konu v. 6.0
 
31. jan. 2006
Nóg að vera sætur
Í Kastljósi kvöldsins var fólk á förnum vegi spurt hvað því fyndist um að Herra Ísland hafi verið sviptur titlinum. Öllum stúlknum sem svöruðu fannst þetta réttmætt og ekki við hæfi að maður sem beri þennan titil hagi sér eins og "óþroskaður" "fáviti". Öllum karlkyns viðmælendum fannst út í hött að svipta hann titlinum og bentu nokkrir þeirra á að þetta væri keppni í að vera sætur - ekki í að vera góð fyrirmynd. Einum drengjanna fannst hann reyndar góð fyrirmynd. Honum fannst hann flottur.

Í gamla daga, þegar ég lagði stund á sálfræði, fræddi kennarinn okkur meðal annars um fegurð. Friðrik H. Jónsson, doktor í félagssálfræði, sagði að ef við gætum gefið barni okkar hvað sem er í vöggugjöf skyldum við gefa því ytri fegurð. Síðan vitnaði hann i niðurstöður rannsókna sem sýndu að fólk tileinkar fallegu fólki mun jákvæðari eiginleika en því sem þykir miður fagurt. Ég hefði gaman af því að ræða þessar rannsóknir á kaffihúsi. Einnig væri þá hægt að ræða skilgreiningar á fegurð. Nú ætla ég hins vegar að segja þér að ein þeirra sýndi fram á að ef við sjáum ókunnuga sæta stelpu er líklegt að við teljum hana líka skemmtilega, gáfaða, og hvað annað sem okkur finnst jákvætt.

Hún má samt ekki vera sæt OG í flottum fötum. Þá teljum við hana gálu og tík. Fallegar konur geta þannig tapað á því að klæða sig upp en fallegir karlmenn halda alltaf áfram að græða.

Í Kastljósi var líka rætt við þennan fyrrverandi Herra Ísland (sem ég man ekki hvað heitir). Ég velti fyrir mér hvort hann hefði aldrei farið í viðtal áður - drengurinn kann ekki íslensku. Kannski hefði reynst honum farsælast að sitja bara heima, vera sætur og þegja.
posted by ErlaHlyns @ 00:31  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER