25. jan. 2006 |
Viltu nammi, væna? |
Ég hef komist að því að ég hef afar lélegan smekk.
Mér finnst dýri hárðfiskurinn í stórmörkuðunum ekkert sérstakur miðað við þann harðfisk sem ég kaupi í Kolaportinu undir heitinu "Gæludýrasnarl". Það er iðulega óbarinn harðfiskur og telst víst til 3ja flokks. Ef maður er heppinn getur maður lent í því að finna nokkur fiskbein.
Mér finnst tilgangslaust að kaupa rándýrt konfekt. Yfirleitt finnst mér konfekt verra eftir því sem það er "fínna". Sérstaklega finnast mér molar með áfengi í vondir. Ég vil annað hvort áfengi eða súkkulaði - ekki bæði í einu. Ég veit fátt betra en bland í poka.
Ég sé alveg fyrir mér hvernig þetta verður ef ég eignast nú maka við tækifæri. Á konudaginn kemur hann færandi hendi og segir: "Til hamingju með daginn, elskan. Ég keypti handa þér bland í poka fyrir þrjúhundruð krónur og smá útsöluharðfisk". |
posted by ErlaHlyns @ 01:48 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|